PDF · janúar 2019
Áhrif umferðar á fugla­líf

Ýmis konar mannvirki geta haft áhrif á þéttleika og útbreiðslu fugla. Dæmi um slík mannvirki eru vegir en þeir leggja undir sig búsvæði og auk þess getur umferð um þá haft áhrif á fugla í grennd. Þá drepst fjöldi fugla í árekstrum við bifreiðar. Athuganir erlendis hafa sýnt að þéttleiki margra fuglategunda minnkar nær vegum og þættir sem geta haft áhrif eru t.d. umferðaþungi.

Hér á Íslandi hefur ekki verið athugað hvort vegir og umferð um þá hafi áhrif á fugla enda umferðin hér á landi mun minni en erlendis að jafnaði. Þó er full ástæða til að kanna slíkt því íslenski úthaginn er heimili margra fuglastofna sem eru einstakir á heimsvísu og endurspeglast þessi sérstaða í fjölda alþjóðlegra samninga sem Íslendingar eru aðilar að. Í þessari rannsókn var þéttleiki algengra mófugla kannaður við vegi með mismikla umferð.
Gengin voru snið út frá vegköflum á Suðurlandi með <500 bíla SDU að meðaltali og >1000 bíla SDU. Einnig voru skoðuð vöktunargögn (punkttalningar) frá 2011-2018 sem var safnað meðfram vegum á Suðurlandi.

Áhrif umferðar á fuglalíf
Höfundur

Böðvar Þórisson, Aldís E. Pálsdóttir og Tómas G. Gunnarsson - HÍ

Skrá

ahirf-umferdar-a-fuglalif.pdf

Sækja skrá