PDF · Útgáfa RH-5-20 — maí 2020
Áhrif breyt­inga Skeiðar­árjök­uls á farveg og rennsli Súlu

Eðli jökulhlaupa undan jöklinum hefur einnig breyst á þessum tíma. Litlar líkur eru á stórum hlaupum frá Grímsvötnum, af þeirri stærð sem algeng voru frá miðri 20. öld til 1996 og nær engar líkur á hlaupi líku hamfarahlaupinu haustið 1996, vegna breytinga á ísþröskuldi, rennslisleiðum og þykknunar íshellunnar (Finnur Pálsson, 2018). Jafnframt er Grænalón sem var uppspretta tíðra jökulhlaupa í Súlu nú að mestu leyti horfið.

Hér verður greint frá breytingum á jöklinum og farvegum jökulvatns við vestasta hluta jökulsporðsins, þ.e. farvegum Súlu. Í áratugi lágu meginfarvegir Súlu til vesturs og þaðan til suðurs en síðar nær beint til suðurs og jökulvatnið sameinaðist Núpsvötnum ofan við vegstæðið. Samkvæmt Hannesi Jónssyni bónda á Hvoli og eiganda Núpstaðarskógar hvarf vatn úr þeim farvegi í júní 2016 en síðan þá hefur farvegur Súlu legið til

Áhrif breytinga Skeiðarárjökuls á farveg og rennsli Súlu
Höfundur

Eyjólfur Magnússon, Finnur Pálsson, Joaquin Munoz-Cobo Belart og Helgi Björnsson - Jarðvísindastofnun

Skrá

1800-433-sula-_fp_em_fp_hb_15juni2020.pdf

Sækja skrá