PDF · ágúst 2016
Ævin­týra­vegur­inn tillaga að vinnu­ferli við áætlana­gerð ferða­manna­vega

Vegakerfið er ekki bara samgönguæð fyrir ferðamanninn heldur líka ferðaupplifun og bílrúðan er gluggi að miklum hluta náttúruupplifunar íslenskra sem erlendra ferðamanna. Meðal markmiða íslenskra ferðamannavega ættu að vera umhverfisvernd og sjálfbærni. Með því að beina ferðamönnum á fáa en vel valda vegi má draga úr álagi á viðkvæma staði. Það þarf að stýra því hvert ferðamennirnir eiga að dreifast og hvenær, m.a. með ferðamannavegum.

Ferðamannaleið er oftast samsett af nokkrum vegum og vegnúmerum. Meginmarkmið þessa verkefnis var að þróa aðferð sem gæti hjálpað yfirvöldum að velja ferðamannavegi með umhverfisvernd, sjálfbærni og gagnsæi að leiðarljósi. Með hliðsjón af þeim upplýsingum sem fram koma í þessu verkefni er mælt með því að innanríkisráðuneytið og Vegagerðin skipuleggi og framkvæmi ferðamannavegi á svipaðan hátt og Norðmenn hafa gert undanfarna tvo áratugi.

Fyrsta skrefið er að setja ferðamannavegi á samgönguáætlun, en vísir að því er í nýjustu drögum Samgönguráðs. Gera þarf eina stofnun ábyrga fyrir verkefninu og mynda samráðsvettvang. Eðlilegt er að sveitarfélög komi að borðinu með hugmyndir að ferðamannavegum, að höfðu samráði við sína ferðaþjónustuaðila. Ábyrg stofnun velji síðan úr tillögunum að höfðu samráði.

Ævintýravegurinn tillaga að vinnuferli við áætlanagerð ferðamannavega
Höfundur

Matthildur B. Stefánsdóttir

Skrá

aevintyravegurinn-tillaga-ad-vinnuferli-vid-aaetlanagerd-ferdamannavega.pdf

Sækja skrá