PDF · Útgáfa 1800-707-2 — 8. september 2020
Áhrif vinds á farar­tæki – Þróun reiknilík­ans

Á hverju ári verða slys og óhöpp í umferðinni sem rekja má til mikilla vindhæðar. Vegna þessarar hættu er mikilvægt að geta ákveðið hvenær veður er orðið svo slæmt að loka þurfi vegum. Verkefni þetta er framhald hins samnefnda verkefnis Áhrif vinds á farartæki sem unnið var veturinn 2019-2020 og fólst í uppsetningu reiknilíkans sem metur hvers lags vindaðstæður eru hættulegar ökutækjum. Í þessum seinni áfanga er unnið að frekari þróun líkansins sem var afurð fyrri áfangans. Lokaútgáfa vefviðmóts líkansins er kynnt og birt lýsing á notkun þess fyrir daglegt starf Vegagerðarinnar. Fjallað verður um tilraun höfunda til þess að bæta í líkanið möguleikanum á mati á áhrifum vinds á fólksbíla. Niðurstaða þeirrar vinnu reyndist sú að ekki er unnt að lýsa áhrifum vinds á fólksbíla með nægilega nákvæmum hætti til að sér flokkur fyrir þá sé réttlætanlegur í líkaninu. Þetta helgast af því að mjög fáar vindgangatilraunir sem nýta má sem grunn að vindstuðlum fyrir fólksbíla hafa verið birtar. Einnig er líkanið borið saman við eldri vindaviðmið Vegagerðarinnar, og það notað til greiningar á þekktum slysatilfellum til þess að kanna getu þess til að herma raunveruleikann. Stutta samantekt og umfjöllun má svo finna í lok skýrslunnar.

Áhrif vinds á farartæki - þróun reiknilíkans
Höfundur

Erla Hrafnkelsdóttir, Efla

Skrá

1800-707-2-ahrif-vinds-a-farartaeki-throun-reiknilikans.pdf

Sækja skrá