PDF · Útgáfa 1800_945 — ágúst 2023
Áhrif fjar­vinnu á vega­kerf­ið

Tilgangur þessarar rannsóknar er að bæta stöðu þekkingar um áhrif fjarvinnu á ferðamynstur og þar af leiðandi á vegakerfið.

Lagt verður upp með að svara rannsóknarspurningunum: Hefur orðið breyting á tíðni ferða frá:

• jaðarsvæðum höfuðborgarsvæðisins til höfuðborgarsvæðisins og
• frá nærsveitum Akureyrar til Akureyrar vegna atvinnusóknar í kjölfar Covid-19 faraldursins?

Skýrsluhöfundur telur að með aukinni þekkingu á ferðahegðun sé hægt að gera markvissari spár um álag á vegakerfið.

Einnig verður lagt upp með að svara spurningunum:
• Notar þú almenningssamgöngur til að komast til og frá vinnu?
• Hefur þú skipt yfir í rafbíl í kjölfar Covid-19 faraldursins?

Skýrslan er unnin af Rannsóknarmiðstöð Háskólans á Akureyri.

Áhrif fjarvinnu á vegakerfið
Höfundur

Sæunn Gísladóttir og Anna Soffía Víkingsdóttir

Skrá

nr_1800_945_ahrif-fjarvinnu-a-vegakerfid.pdf

Sækja skrá