PDF · Útgáfa NR_1800_894 — júní 2022
Vinstri beygjur – slysa­grein­ing: Slysa­grein­ing á vörð­um vinstri­beygju­fösum á ljós­astýrð­um gatna­mótum höfuð­borgar­svæð­isins

Gatnamót með ljósastýringu hafa undanfarin ár verið þau gatnamót þar sem flest slys með meiðslum gerast. Þó eru gatnamót með ljósastýringu eins ólík og þau eru mörg, þar sem t.d. ljósafasar og umferðarmagn ásamt mörgum öðrum breytum geta haft áhrif á umferðaröryggi gatnamótanna. Öryggi allra vegfarenda á ljósastýrðum gatnamótum hefur þá ítrekað verið skoðað í einni eða annarri mynd, til að mynda þá hefur verið skoðað Umferðaröryggi á ljósastýrðum gangbrautum sem og Ávinningur af Óhindruðum Beygjustraumum. Í þessu verkefni verður kafað nánar í greiningu á umferðarstýringu á gatnamótum eftir mismunandi fasaskiptingu vinstribeygjuljósa, en í fjögurra fasa gatnamótum eru vinstribeygjur umferðar úr gagnstæðum áttum ýmist leyfðar á sama tíma, meðan umferð beint áfram bíður (X), eða vinstribeygja er leyfð samhliða umferð beint áfram (Y). Rannsakaðar verða slysa og umferðartölur til að leiða í ljós hvort öryggislega sé munur þar á.

Vinstrbeyjur - slysagreining
Höfundur

f Davíð Guðbergsson og Ragnar Þór Þrastarson.

Ábyrgðarmaður

VSÓ ráðgjöf

Skrá

nr_1800_894_vinstribeygjur-slysagreining-slysagreining-a-mismunandi-utfaerslum-varinna-vinstribeygjufasa.pdf

Sækja skrá