PDF · september 2004
Vindur og umferðarör­yggi

Verkefnið felst í athugun á umferðaróhöppum á árunum 2000 - 2003. Umferðaróhöpp, sem gerðust í miklum vindi, eru tekin fyrir og leitað er eftir reglubundnu mynstri með tilliti til ökutækis og ytri aðstæðna. Óhöppin eru að lokum staðsett á Íslandskorti. Notast er við gagnagrunn Umferðarstofu og frumskýrslur lögreglu við úrvinnslu verkefnisins.

Vindur er almennt mismikill eftir árstíðum og er mestur yfir vetrarmánuðina. Eðlilegt þykir því að flest óhöpp sem verða sökum vinds gerast þessa sömu mánuði. Stærri bifreiðir virðast í meiri hættu vegna vindsins auk þess sem eftirvagnar auka á hættuna. Áhrif árstíða og eftirvagna eru atriði sem mætti skerpa betur á í áróðri og upplýsingagjöf.

Staðsetning óhappa á korti gefur vísbendingar um hvaða vegkaflar eru hættulegir að teknu tilliti til vinds. Í ljós kom að betra hefði verið að hafa fleiri ár í safninu.

Eðlilegt er að skilta sérstaklega vegi þar sem mörg umferðaróhöpp verða sökum vinds. Hugsanlegt er að lækka leyfilegan hámarkshraða á þessum vegum eða jafnvel að hafa breytilegan hámarkshraða eftir árstíðum eða veðri hverju sinni. Jafnvel væri eðlilegt að loka vegum fyrir tiltekinni umferð þegar illa viðraði. Þannig mætti t.d. letja akstur bifreiða með eftirvagna þegar þeim stæði alvarleg ógn af vindi.

Vindur og umferðaröryggi
Höfundur

Þórólfur Nielsen, Haraldur Sigþórsson, Ágúst Mogensen

Skrá

vindur-og-umferdaroryggi_lh_2004.pdf

Sækja skrá