Fimmtudagana 21. júlí, 13. október 2005, laugardagana 23. júlí og 15. október 2005 var umferð könnuð á Hringvegi um Víkurskarð, en sá staður tilheyrir Norðaustursvæði Vegagerðarinnar. Könnunin stóð yfir frá kl. 0800 – 2300 alla dagana. Könnunarstaðurinn var uppi á miðju Víkurskarði n.t.t. við bílastæði efst í
skarðinu.
Tilgangur með könnuninni er að afla upplýsinga um umferð á milli þéttbýlisstaða á Norðurlandi eystra, einnig gætu niðurstöður nýst við undirbúning hugsanlegra
jarðganga í gegnum Vaðlaheiði. Úr umferðarkönnuninni fengust m.a. upplýsingar um:
• Umferð milli svæða
• Tilgang ferðar
• Farþegafjölda
• Hlutfall þungra bifreiða
• Hlutfall erlendra ökumanna
• Búsetu ökumanna.
• Kyn bílstjóra
Ný útgáfa 26.09.2006. gerðar hafa verið minniháttar lagfæringar á skýrslunni.
Friðleifur Ingi Brynjarsson