PDF · júlí 2001
Vetr­arör­yggi á Hring­vegi 1 milli Reykja­víkur og Hvera­gerð­is

Meginmarkmiðið verkefnisins er að greina og skrásetja þá staði þar sem umferðaróhöpp hafa orðið á Hringvegi 1 á milli Reykjavíkur og Hveragerðis við vetraraðstæður á árunum 1995-1998. Þá er einnig markmiðið að gera tillögu að úrbótum komi það í ljós að rekja megi atburðina til vegarins eða nánasta umhverfis hans.

Verkefnið er unnið í framhaldi af verkefni sem Auður Þóra Árnadóttir Vegagerðinni vann að veturinn 2000 fyrir sama vegarkafla og kynnt var á Vetrarráðstefnu Vegagerðarinnar á Egilsstöðum í apríl 2000.

Nauðsynlegur þáttur í greiningu á umferðaröryggi er að kanna hvers eðlis umferðaróhöpp/slys eru á veginum og í því skyni voru upplýsingar um umferðaróhöpp og slys fengnar hjá Vegagerðinni og þær greindar.

Meðal þess sem áhugi er á að vita er hver skýring ökumanna er á óhöppum eða slysum, hvernig búnaði ökutækja hefur verið háttað, kyn ökumanna, gerð og tegund/undirtegund ökutækja, hvernig veðrið var og færðin, hvernig voru aðstæður á staðnum og fjöldi farþega og aldur þeirra.

Þegar fyrirliggjandi gögn voru skoðuð kom í ljós að nokkur af ofannefndum atriðum var ekki hægt að kanna því gögn lágu ekki fyrir.
Upplýsingar um veður væri hægt að nálgast hjá Veðurstofunni en þar sem fjárveiting til þessa verkefnis nægir ekki til þess að gera slíka samantekt þá er henni sleppt hér.

Þegar ljóst er hver og hvar vandamálin eru er hægt að gera áætlun um úrbætur sem ættu að leiða til betra umferðaröryggis. Þá verður hægt að forgangsraða þeim.

Vetraröryggi á Hringvegi 1 milli Reykjavíkur og Hveragerðis
Höfundur

Árni Jónsson, Orion

Skrá

umferdaroryggi4_2001.pdf

Sækja skrá