PDF · apríl 2018
Vegvís­un að ferða­manna­stöð­um – Brún skilti

Tilgangur verkefnisins var að skoða hvernig Vegagerðin geti notað brún skilti til auðkenningar fyrir þjóðgarða og aðra ferðamannastaði. Brúnir vegvísar að ferðamannastöðum eru þekktir víða erlendis og árið 2010 gaf nefnd Sameinuðu þjóðanna um umferð á landi út ályktun um að brúni liturinn skuli frátekinn fyrir ferðamannastaði. Vegagerðin hefur sett
stefnumótun um skilti við þjóðvegi, þar sem m.a. kemur fram að öll skilti í dreifbýli sem eru minna en 30 m frá miðlínu stofnvega en minna en 15 m frá miðlínu annarra þjóðvega skuli vera í
samræmi við reglugerð um umferðamerki. Einnig ákveði Vegagerðin staðsetningu merkjanna. Því er bent á að mikilvægt sé að Vegagerðin, ferðamálayfirvöld, Umhverfisstofnun og
þjóðgarðar hafi samráð um slík skilti og notkun þeirra.

Í verkefninu var farið yfir reglugerðir og fyrirkomulag nokkurra landa varðandi notkun brúnna skilta til vegvísunar. Þá er farið yfir merki sem eru í reglugerð hér á landi og metið fyrir
hvert þeirra brúni liturinn geti átt. Skoðuð voru þjónustumerki og vegvísar. Fram kemur að öll slík skilti gætu verið með brúnan bakgrunn ef þau eru innan þjóðgarðs, til að minna ferðamenn á
það. Í skýrslunni er sagt frá vettvangsferð í Þingvallaþjóðgarð. Bent er á núverandi skilti sem geta vel verið með brúnan bakgrunn. Það kemur einnig fram að misræmi er á útliti núverandi
skilta í þjóðgarðinum og samræming getur gefið ferðamanni þau skilaboð að hann sé staddur á afmörkuðu sérstöku svæði sem beri að ganga vel um.

Bent er á að setja ætti viðmið um hvaða staðir fái brúnan lit á skilti. Minnt er á að tilgangur brúnna skilta á ekki að vera að vísa á tiltekna rekstraraðila, heldur til að leiðbeina ferðamönnum
um landið á samræmdan hátt. Brún skilti eiga að vera áminning og hvatning til ferðamanna um góða umgengni og virðingu fyrir stöðum sem skiltin vísa á. Þannig að ef staður er skilgreindur
sem ferðamannastaður sem notar brún skilti ættu öll þjónustumerki og vegvísar innan staðarins að hafa brúnan bakgrunn.

Vegvísun að ferðamannastöðum - Brún skilti
Höfundur

Ólöf Kristjánsdóttir, Einar Pálsson, Hrönn K. Sch. Hallgrímsdóttir, Mannvit, Vegagerðin

Skrá

vegvisun-ad-ferdamannastodum-brun-skilti.pdf

Sækja skrá