PDF · Útgáfa NR_1800_779 — 1. júní 2023
Uppruna­grein­ing svifryks á Akur­eyri

Frá því í nóvember 2020 fram í júní 2021 voru tekin svifrykssýni við Strandgötu á Akureyri til að meta samsetningu svifryksins. Svifrykssýnum var safnað á teflonsíur með sérstökum svifrykssafnara sem Umhverfisstofnun lagði til. Ryksýnin voru síðan efnagreind með plasmamassagreini og gerðar á þeim endurvarpsmælingar. Út frá niðurstöðum mælinga var útbúið fjölbreytulíkan til að rekja uppruna svifryksins. Til að fá viðmiðunargildi var safnað ryki af ætluðum uppsprettum á sams konar síur og með sama ryksafnara þannig að uppsprettusýnin og raunverulegu ryksýnin fengu sömu meðhöndlun. Eftirfarandi niðurstöður fengust:

- Malbik 36%
- sandur 22%
- jarðvegur 21%
- salt 18%
- bremsur 3%
- sót 1%

NR_1800_779_Upprunagreining svifryks á Akureyri
Höfundur

Snævarr Örn Georgsson, Efla ehf

Skrá

nr_1800_779_upprunagreining-svifryks-a-akureyri.pdf

Sækja skrá