PDF · Útgáfa 08141 — mars 2009
Umferðar­spálík­an suðvestur­svæð­is

Markmið þessa verkefnis er að athuga hvort mögulegt sé að nýta eitt líkan fyrir allt suðvesturhorn landsins og þá með sömu stillingum og aðferðum og gert er fyrir höfuðborgarsvæðið í dag.

Líkanið endurspeglar umferðarmagn fyrir árið 2007. Gerð er spá fyrir þekkta grunnárið 2007 og er mælanlega markmiðið að meðalfrávik frá talningum verði undir 25% fyrir talningar sem eru yfir 5.000 bílar en undir 45% fyrir minni talningarstaði.

Þekkt er að til dæmis ferðamynstur breytist eftir því sem fjarlægðir verða meiri og því er ekki sjálfgefið að sömu stillingar líkansins virki fyrir spár á þessu stækkaða svæði.
Líkanið náði við upphaf vinnunnar að Hvalfjarðargöngum, vestur fyrir álverið í Straumsvík og austur fyrir Hafravatnsveg. Að auki eru ytri reitir fyrir Þingvallaveg, Bláfjallaveg og Kaldárselsveg.

Spá fyrir umferð á þessum ytri leggjum hefur hingað til verið byggð á línulegri þróun síðustu ára og er því ekki byggð á skipulagsáætlunum þeirra bæja og sveitarfélaga sem eru í næsta nágrenni við höfuðborgarsvæðið. Nú er ljóst að íbúar í nágrenni við höfuðborgarsvæðið sækja í auknum mæli atvinnu, skóla og þjónustu til höfuðborgarsvæðisins og því er brýn þörf á því að tengja umferðarspár þessum ört stækkandi svæðum.

Meginávinningurinn felst í því að ef það næst sannfæring fyrir því að þessar aðferðir gefi fullnægjandi spá fyrir umferð að og frá nágrannasveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins er hægðarleikur að nota sömu aðferðir fyrir framtíðarspár sem gæfi mikilvægar upplýsingar um umferðarþróun framtíðar. Þessar upplýsingar myndu nýtast beint við ákvarðanatöku í samgöngu og skipulagsmálum á þessum ört vaxandi svæðum.

Umferðarspálíkan suðvestursvæðis
Höfundur

SÓ, VSÓ

Skrá

spalikan-sudvestursvaedis.pdf

Sækja skrá