PDF · nóvember 2016
Umferðarör­yggis­rýni – rann­sóknar­verk­efni

Umferðaröryggisrýni er framkvæmd víða um heiminn með jákvæðum niðurstöðum og er talið vera árangursríkt tól til þess að lágmarka hættur sem tengjast umferðarmannvirkjum (Vardaki, Papadimitriou, & Kopelias, 2014). Umferðaröryggisrýni er kerfisbundin rýni á hönnunargögnum sem er framkvæmd á öllum hönnunarstigum nýrra vegamannvirkja. Vegagerðin hefur útfært
umferðaröryggisrýni hér á Íslandi og hefur skipt hönnunarstigunum upp í fjögur stig:
- 1.stig Forhönnun
- 2. stig Verkhönnun
- 3. Stig Eftir framkvæmd
- 4.stig Skömmu eftir að vegurinn hefur verið tekinn í notkun, í síðasta lagi innan árs.

Samkvæmt tilskipun Evrópusambandsins (2008/96/EB) er kveðið á um aðildarríki skuli innleiða öryggisstjórnun á þeim vegum sem eru hluti af samevrópska vegakerfinu. Síðustu ár hefur Vegagerðin
gert umferðaröryggisrýni á fleiri vegum en þeim sem falla undir þessa skilgreiningu.

Í þessu verkefni verður farið yfir niðurstöður þeirra umferðaröryggisrýna sem framkvæmdar voru fyrir eða af Vegagerðinni yfir þriggja ára tímabil, á árunum 2013 – 2015, og verða sérstaklega skoðaðar þær rýnir sem hafa verið gerðar fyrir annars stigs hönnun, verkhönnun. Farið verður yfir athugasemdir og ábendingar sem fram komu í umferðaröryggisrýnunum og eftirfarandi spurningum verður svarað:

- Eru alltaf sömu atriði sem gerðar eru athugasemdir við?
- Er erfitt að taka tillit til athugasemda? Hefði einhverju breytt ef athugasemdirnar hefðu komið fram fyrr?
- Er tekið til allra atriða sem koma fram við umferðaröryggisrýni? Ef ekki eru þá einhver atriðisem verða alltaf út undan?
- Helstu ástæður fyrir því að ekki er tekið tillit til þessarar athugasemda.

Umferðaröryggisrýni rannsóknarverkefni
Höfundur

Arna Kristjánsdóttir, Bryndís Friðriksdóttir

Verkefnastjóri

Erna B. Hreinsdóttir

Skrá

umferdaroryggisryni-reynsla.pdf

Sækja skrá