PDF · Útgáfa 102682-SKY-001-V01 — október 2023
Umferðarör­yggis­aðferð­ir og áhrif á leiðar­val

Í þessu verkefni var verið að skoða hraðatakmarkandi aðgerðir á höfuðborgarsvæðinu og meta áhrif þeirra. Þá var skoðað hvort þær hafi haft áhrif á leiðarval akandi vegfarenda, áhrifum á umferðarhraða og eins hvaða árangri þær geta skilað í fjölda slasaðra vegfarenda. Skoðaðar voru aðgerðir sem framkvæmdar voru af hálfu Reykjavíkurborgar á árunum 2020 - 2021, á Háaleitisbraut annars vegar og Laugarásvegi hins vegar. Notast var við
upplýsingar úr leiðsögukerfum ökutækja auk annarra snjalltækja og voru gögnin fengin frá TomTom. Niðurstöður sýna að aðgerðirnar hafa ekki haft marktæk áhrif á leiðarval akandi vegfarenda, en hins vegar hefur hraði lækkað á þeim svæðum sem aðgerðir voru framkvæmdar. Vænta má þess að aðgerðirnar hafi komið í veg fyrir slys með meiðslum. Sýna má fram á að ef gert er ráð fyrir að 15 manns hefðu lent í slysum á þessum svæðum fyrir
aðgerðir á fimm ára tímabili, hafi slysum fækkað um helming með tilkomu aðgerðanna. Það gerir um 70-100 milljón króna minni samfélagslegan kostnað á tímabilinu.

Umferðaröryggisaðferðir og áhrif á leiðarval
Höfundur

Andri Rafn Yeoman, Berglind Hallgrímsdóttir, Blazej Kozicki og Sigrún Marteinsdóttir - Efla

Skrá

nr_1800_992_umferdaroryggisadgerdir-og-ahrif-a-leidarval.pdf

Sækja skrá