PDF · mars 2018
Umferðarör­yggi á vega­mótum Suður­lands­vegar-Bláfjalla­vegar, Suður­lands­vegar-Bol­öldu og Suður­lands­vegar-Litlu kaffi­stof­unnar

Tilgangur þessa verkefnis var að meta umferðaröryggi þrennra vegamóta á Suðulandsvegi,
meðal annars hvort breytingar sem gerðar voru á vegamótunum hafi stuðlað að bættu
umferðaröryggi.
Fyrir breytingar voru vegamót við Bolöldu og Litlu Kaffistofuna hefðbundin T-vegamót, en
við Bláfjallaveg var 100 m frárein með yfirborðsmerktu hægribeygjuframhjáhlaupi. Nýjar
útfærslur tenginganna þóttu óhefðbundnar að því leyti að sérakreinar taka við vinstribeygju frá
hliðarvegi.
Breytingar á vegamótum voru gerðar árið 2011. Við mat umferðaröryggisins var tímabilið
2006-2016 skoðað. Þá urðu samtals 24 óhöpp við vegamótin þrjú. Flest þeirra urðu við vegamót
Litlu Kaffistofunnar, 10 fyrir breytingu og 8 eftir breytingu (og eitt meðan á breytingum stóð).
Samtals urðu aðeins 5 óhöpp á hinum tengingunum, 3 fyrir breytingu og 2 eftir.
Þegar óhappatíðni (fjöldi óhappa á milljón ökutæki um vegamótin) og slysatíðni (fjöldi
óhappa með meiðslum á milljón ökutæi um vegamótin) fyrir allt tímabilið eru skoðuð, reiknast
óhappatíðnin 0,56 fyrir Litlu Kaffistofuna og slysatíðnin 0,16. Óhappa og slysatíðni er mun lægri
fyrir hin gatnamótin samanlagt, eða 0,084 óhöpp og 0,015 slys á milljón ökutæki. Tekin var
saman sambærileg tölfræði fyrir 10 önnur gatnamót á Hringveginum á sama tímabili og var
óhappatíðnin 0,5 óhöpp á milljón ökutækja en slysatíðnin 0,16. Gatnamótin við Litlu
Kaffistofuna eru þannig á svipuðu róli, en hin gatnamótin eru bæði vel fyrir neðan, þegar allt
tímabilið er skoðað. Þegar sambærilegar tölur eru reiknaðar fyrir og eftir breytingar á
gatnamótunum, kemur í ljós að bæði óhappatíðni og slysatíðni hefur lækkað, en setja verður
mikinn fyrirvara á þær niðurstöður, vegna þess hversu fá óhöpp og slys urðu þarna í raun.
Megin niðurstaða þessarar athugunar er að ekki verði dregnar ályktanir um hvort
breytingarnar hafi haft áhrif á umferðaröryggi vegamótanna. Bent er á að e.t.v. megi fá betri
mynd af þessu með sambærilegri samantekt eftir nokkur ár.

UMFERÐARÖRYGGI Á VEGAMÓTUM SUÐURLANDSVEGARBLÁFJALLAVEGAR, SUÐURLANDSVEGAR-BOLÖLDU OG
Höfundur

Arna Kristjánsdóttir, Efla

Skrá

umferdaroryggi-a-vegamotum-a-sudurlandsvegi.pdf

Sækja skrá