PDF · 30. apríl 2019
Umferðarör­yggi á þjóð­vegum í þétt­býli

Markmið verkefnisins er að skoða valda kafla á þjóðvegum landsins sem liggja í gegnum þéttbýli og leggja mat á það hvort einstaka kaflar þarfnist úrbóta til þess að tryggja umferðaröryggi. Skoðuð er þróun umferðar sem og gögn um umferðaróhöpp- og slys sem hafa átt sér stað á þessum tilteknu vegköflum síðastliðin ár. Þá er skoðuð þróun slysa og óhappa á milli staðanna og skoðað hvaða staðir koma verr út en aðrir. Út frá gefnum forsendum sýndi niðurstaða verkefnisins að 4 þéttbýlisstaðir á landinu komu áberandi verst út. Fyrir þessa staði var óhappatíðni annað hvort mun hærri en meðalóhappatíðni fyrir alla þjóðvegi í gegnum þéttbýli eða tíðnin hafði hækkað síðastliðin ár. Þessi þéttbýli eru Hvolsvöllur, Blönduós, Dalvík og Siglufjörður og voru þessir staðir skoðaðir nánar.

Umferðaröryggi á þjóðvegum í þéttbýli
Höfundur

Arna Kristjánsdóttir, Efla verkfræðistofa

Skrá

umferdaroryggi-a-thjodvegum-i-thettbyli.pdf

Sækja skrá