PDF · mars 2009
Umferðarör­yggi á hálend­inu – Kára­hnjúka­vegur – Fljóts­dals­heiðar­vegur

umræðu um vegagerð á hálendinu, þ.e. gerð vega sem nýta mætti stærri hluta ársins eða jafnvel allt árið, skiptir umferðaröryggi nokkru máli. Ef vegir eru gerðir
aðgengilegri má búast við aukinni umferð og þegar um hálendisvegi er að ræða, má sér í lagi búast við aukinni umferð bifreiða sem eru ekki útbúnar fyrir hálendisferðir
auk meiri fjölda ökumanna sem eru óvanir slíkum akstri. Með aukinni umferð má búast við að fjöldi umferðaróhappa vaxi og ekki er ólíklegt að óhappatíðni (óhöpp á
ökutæki eða óhöpp á ekinn kílómeter) vaxi einnig.

Kárahnjúkavegur hefur þá sérstöðu að vera tiltölulega langur heilsársvegur sem liggur í þó nokkurri hæð inn á hálendið. Þar hefur verið mikil umferð á síðustu árum. Í
raun er um tvo aðskilda vegarkafla að ræða, Kárahnjúkavegur sem er í eigu Landsvirkjunar og er ekki með vegnúmer og svo Fljótsdalsheiðarvegur sem er hluti af
veginum Austurleið í gagnasafni Vegagerðarinnar og er þjóðvegur nr. 910, vegkaflar 10, 11, 12, (sjá Mynd 1). Fljótsdalsheiðarvegur liggur frá Bessastöðum að Laugarfelli.
Kárahnjúkavegur liggur frá Fljótsdalsheiðarvegi við Laugará og þá vestur undir Fremri‐Kárahnjúk að Hálslóni. Þaðan liggur vegurinn áfram yfir Desjarárstíflu og Kárahnjúkastíflu.

Austasti hluti Fljótsdalsheiðarvegs, vegkafli 12, einkennist af mikilli breytingu í hæð eða frá um 40 m h.y.s. við Bessastaði og upp í 640 m h.y.s. við Þverfell. Langmest
hækkun á sér stað í Bessastaðabrekku þar sem sneiðingar eru miklir. Vegkafli 11 er í 610 – 670 m h.y.s. og lítið um skarpa breytingu í langhalla vegkaflans. Vegkafli 10 er í
650 – 730 m h.y.s. og langhalli tiltölulega jafn og aflíðandi. Síðasti hluti Fljótsdalsheiðarvegar og Kárahnjúkavegur, þ.e. vegurinn frá Sauðafelli og að
Desjarárstíflu liggur í rúmlega 600 – 780 m h.y.s. en þar liggur vegurinn um ása og ofan í upptök Þuríðarstaða‐ , Glúmsstaða‐ og Desjarárdals.

Umferðaröryggi á hálendinu - Kárahnjúkavegur - Fljótsdalsheiðarvegur
Höfundur

Guðmundur Freyr Úlfarsson, HÍ, Þórarinn Hjaltason, Áki Thoroddsen, Kristjana Erna Pálsdóttir, Hreinn Sigurðsson, Almenna verkfræðistofan

Skrá

umforyggikarahnjukfljotsdal.pdf

Sækja skrá