PDF · Útgáfa 1800-443 — mars 2014
Umferðar­merki á Íslandi í ljósi fjölg­unar erlendra ökumanna á vegum lands­ins

Verkefninu er ætlað að varpa ljósi á þau breyttu viðhorf sem ört stækkandi hópur erlendra ökumanna sem kýs að aka á vegum landsins hefur í för með sér fyrir akstur og umferð, einkum með tilliti til nauðsynjar þess að taka til gagngerrar endurskoðunar núgildandi kerfi umferðarmerkja. Með því móti má stuðla að eflingu innviða samgangna og skapa jafnframt ánægjulegri upplifun ferðamannsins af akstri hér á landi og aukið umferðaröryggi allra.

Verkefnið er unnið út frá fyrirliggjandi gögnum. Í undirbúningsvinnu vegna verkefnisins kom fljótlega í ljós, að nauðsynlegt var að fjalla um ýmis málefni sem tengjast umferðarmerkjum en hafa ekki eiga beina skírskotun til megininntaks verkefnisins. Stafar það einkum af því að lítið hefur verið fjallað um umferðarmerki á Íslandi í fræðiritum til þessa, hvort sem er út frá lagalegum forsendum eða á annan hátt. Leitast er við að skapa heildarramma um verkefnið í þeirri von að fjölbreytilegar birtingarmyndir umferðarmerkja fái nánari umfjöllun á komandi misserum.

Umferðarmerki á Íslandi í ljósi fjölgunar erlendra ökumanna á vegum landsins
Höfundur

Birna Hreiðarsdóttir

Skrá

umferdarmerki_isl_fjolgun_erl_okumanna.pdf

Sækja skrá