PDF · Útgáfa 2970-290-SKY-001-V04 — 20. desember 2019
Umferðar­hraði í hring­torg­um

Við hönnun hringtorga skiptir miklu máli að velja útfærslu sem stuðlar að ásættanlegum umferðarhraða miðað við aðstæður hverju sinni. Markmið þessa verkefnis er að skoða samspil hönnunar hringtorga og umferðarhraða fyrir hringtorg í þéttbýli. Markmiðið var að greina hraðabreytingu umferðar við inn- og útkeyrslur og leggja mat á hvort og hvaða hönnunarforsendur hringtorga geta stuðlað að réttum umferðarhraða. Hraði ökutækja í fríu flæði var mældur við 6 hringtorg, þar sem 4 voru í þéttbýli og 2 í dreifbýli.

Niðurstöður fyrir hringtorg í þéttbýli leiddu í ljós að 85% hraði við inn- og útkeyrslu allra hringtorganna mældist yfir 30 km/klst. Gangandi og hjólandi vegfarendur þvera öll hringtorgin og hraði því of hár við inn-og útkeyrslur. Tvíbreið hringtorg leyfa enn meiri hraðakstur þar sem ökutæki nýta sér alla breiddina til að auka hraða sinn. Með þetta til hliðsjónar er mælt með að
við hönnun hringtorga í þéttbýli miði að því að hraði sé lágur við inn- og útkeyrslur. Hægt er að stuðla að lægri hraða með litlum radíus á inn- og útkeyrslum, réttri útfærslu miðeyja á örmum og með radíus miðeyju hringtorgsins á bilinu 10-20 m Niðurstöður fyrir dreifbýli sýndu að hringtorg ná að draga verulega úr hraða ökutækja og henta þau því vel til lækkunar á umferðarhraða.

Umferðahraði á hringtorgum
Höfundur

Berglind Hallgrímsdóttir, Daði Baldur Ottósson og Guðrún Birta Hafsteinsdóttir, Efla verkfræðistofa

Skrá

umferdarhradi-i-hringtorgum.pdf

Sækja skrá