PDF · maí 2015
Umferð á stofn­braut­um

Verkefnið gengur út á að meta umferðarástand og þjónustustig Hringbrautar, vestan Melatorgs. Meðalhraði á götukaflanum og mettunarhlutfall á Melatorgi er notað sem helsti mælikvarði á þjónustustig götukaflans. Afkastareikningar voru framkvæmdir á tveimur stærstu gatnamótunum við þennan hluta Hringbrautar, Melatorg og gatnamót við Hofsvallagötu. Niðurstöður fyrir Melatorg sýna fram á að umferðarmagn geti ekki aukist um meira en 5% við vestanvert hringtorgið áður en umferðarástand er orðið óásættanlegt. Niðurstöður fyrir gatnamót við Hofsvallagötu benda til þess að ástæða sé til að skoða umbætur á ljósastýringafösum. Með núverandi fösum er ástandið á Hofsvallagötu nú þegar óásættanlegt og ökumenn að öllum líkindum farnir að velja aðrar ökuleiðir. Með nýjumljósastýringafösum mætti bæta umferðarástand á Hofsvallagötu umtalsvert og myndu þá gatnamótin í heild þola allt að 20-30% umferðaraukningu. Útbúið var hermilíkan af Hringbraut, frá hringtorgi við Eiðsgranda og Ánanaust að gönguljósum við Tjarnargötu. Umferðin var hermd fyrir hámarksklukkustund árdegis og umferð til austurs greind sérstaklega þar sem að umferð árdegis er meiri í þá átt en til vesturs. Niðurstöður hermunar sýna að þjónustustig Hringbrautar, í austurátt frá JL-húsi að Þjóðminjasafni, er C í grunnástandi en verður E við u.þ.b. 11% umferðaraukningu. Sé einnig horft til mettunarhlutfalls á vestanverðu Melatorgi, og áhrifa þess á flæði götukaflans, verður þjónustustigið hins vegar orðið F við 5% umferðaraukningu. Samanlögð áhrif umferðar- og gönguljósa á svæðinu verða til þess að hámarks umferðarrým Hringbrautar er mun lægri en fræðileg rýmd götunnar, eða um 2700 bílar í sniði á klukkustund.

Umferð á stofnbrautum
Höfundur

Rósa Guðmundsdóttir, EFLA

Verkefnastjóri

Baldur Grétarsson / Erna B. Hreinsdóttir

Skrá

umferd-a-stofnbrautum.pdf

Sækja skrá