PDF · mars 2012
Umferð á hættu- og neyðar­tímum

Á neyðartímum skiptir miklu máli að umferð gangi áfallalaust fyrir sig, að hægt sé að tryggja óheftan forgangsakstur og rýmingu svæða ef þarf. Viðbragðsáætlanir almannavarna taka á fyrsta viðbragði við hættum sem ógnað geta öryggi fólks og byggðar á viðkomandi svæði, hvernig virkja skal neyðarþjónustuna til aðgerða og
samhæfingu viðbragðsaðila.

Hingað til hafa ekki legið fyrir rannsóknir um afkastagetu eða viðbragsáætlanir sem taka sérstaklega á rýmingu höfuðborgarsvæðisins og/eða Suðurnesja á neyðartímum. Þó eru til ýmsar viðbragðsáætlanir um neyðarviðbrögð og samhæfingu vegna flugslysa og annarra atburða þar sem umferðarstjórn og forgangsakstur er hluti áætlunar.

Meginmarkmið verkefnisins er að auka öryggi fólks á Suðurnesjum og höfuðborgarsvæðinu við rýmingar á hættu- og neyðartímum, bæði samfélagslegs- og umferðarlegs
eðlis. Framkvæmdin fólst í því að kanna afkastagetu Reykjanesbrautar og útbúa umferðarlíkan til að herma flóttaumferð svo hægt yrði að leita flöskuhálsa í vegakerfinu og
kanna möguleika á forgangsakstri þegar rýming er í gangi. Jafnframt að skoða hvernig ákjósanlegast væri að standa að umferðarlokunum og umferðarstjórnun þ.e. hvar er
brýnast að loka vegum og hvaða áhrif það hefur að snúa akstursstefnum vega. Markviss upplýsingagjöf til almennings um stöðu mála mikilvæg við þessar aðstæður, ekki síst til þeirra sem eru úti í umferðinni. Því var talin þörf á að skoða hvernig best væri að standa að þeim þætti sérstaklega.

Með verkefninu er verið að uppfylla lagalega skyldu opinberra aðila s.s. laga um almannavarnir nr.82/2008, vegalög nr. 80/2008 og lögreglulög nr. 90/1996. Fyrri
rannsóknir og umferðarlíkön sem unnin hafa verið af VSÓ Ráðgjöf eru styrkur fyrir verkefnið, sem reynsla og þekking samstarfsaðila.

Skýrsla þessi er fyrsti hluti rannsóknarverkefnisins „Umferð á hættu og neyðartímum“. Í henni er farið yfir helstu markmið og niðurstöður. Verkefnið er unnin af VSÓ Ráðgjöf í samvinnu við helstu lykilaðila sem koma að umferðarmálum á hættu og neyðartímum s.s. almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og almannavarnanefndum á höfuðborgarsvæði og Suðurnesjum, lögreglu, slökkviliði og Vegagerðinni (sjá nafnalista í viðauka 1). Verkefninu er ætlað að nýtast sem grunnvinna fyrir framtíðarverkefni er lúta m.a. að gerð rýmingaráætlana fyrir höfuðborgarsvæðið og Suðurnes.

Umferð á hættu- og neyðartímum
Höfundur

HS/SJÓ VSÓ

Skrá

umf_haettu-neydartimum.pdf

Sækja skrá