PDF · maí 2014
Umferð á hættu- og neyðar­tímum

Meginmarkmið með rannsóknarverkefninu var að kanna afkastagetu vegakerfisins með því að útbúa hermunarlíkan til að herma flóttaumferð og stuðla þannig að auknu öryggi fólks á svæðunum ef til rýmingar kæmi. Verkefninu er ætlað að nýtast sem grunnvinna fyrir framtíðarverkefni er lúta m.a. að gerð rýmingaráætlana fyrir höfuðborgarsvæðið og Suðurnes og skipulagsvinnu ríkis og sveitarfélaga.

Gerðar voru 6 sviðsmyndir um rýmingu ákveðinna svæða. Í sviðsmyndum S1 og S2 var umferð rýmd frá sveitarfélögum á Suðurnesjum að álverinu í Straumsvík. Í sviðsmynd S3 var farið frá Suðurnesjum að Kjalarnesi, sviðsmynd S4 rýmdi Suðurnes að Kjalarnesi og Þorlákshöfn. Sviðsmyndir S5 og S6 lúta eingöngu að höfuðborgarsvæðinu. Í sviðsmynd S5 voru hverfi á suðursvæði höfuðborgarsvæðis, nánar tiltekið í Hafnarfirði rýmd að
Egilshöll. Í sviðsmynd S6 var Seltjarnarnes og hluti vesturbæjar rýmt að Laugardalshöll.

Umferð á hættu- og neyðartímum
Höfundur

HS/SJ VSÓ

Skrá

umferd-a-haettu-og-neydartimum.pdf

Sækja skrá