PDF · 7. maí 2012
Þungaum­ferð á þjóð­vegum – áfanga­skýrsla 2011

Umferðardeild Vegagerðarinnar hefur um nokkurt skeið staðið fyrir þróunarvinnu við að nýta gögn frá umferðargreinum til þess að áætla umferð þungra ökutækja um vegakerfið. Þessi vinna hefur nú leitt til þess að fundnar hafa verið leiðir til þess að leiðrétta gögn frá umferðargreinum svo að nýta megi þau betur til þess að lýsa samsetningu umferðar á Íslandi. Í framhaldi af því hafa verið gerðar tilraunir með notkun umferðarlíkans til þess að meta þungaumferð á öðrum leiðum á vegakerfinu þar sem umferðargreinar eru ekki til staðar.

Upplýsingar um samsetningu umferðar eru mikilvægar fyrir m.a. hönnun og viðhald vega og ýmsar aðrar áætlanir. Mismunandi er milli fagsviða hvort inntaksgögn reikniaðferða byggja á fjölda þungra ökutækja eða samanlögðum fjölda staðlaðra öxulígilda, og því þurfa að vera til aðferðir til þess að meta hvort tveggja út frá umferðargreinum.

Þungaumferð á þjóðvegum - áfangaskýrsla 2011
Höfundur

Skúli Þórðarson, Vegsýn, Smári Ólafsson, VSÓ

Skrá

thungaumferd_thjodveg-afangask2011.pdf

Sækja skrá