PDF · janúar 2011
Þungaum­ferð a þjóð­vegum – Áfanga­skýrsla 2

Verkefni það sem hér er lýst var unnið í tveimur áföngum og fjármagnað í gegnum rannsóknarsjóð Vegagerðarinnar.

Markmið fyrri áfanga verksins voru að:
1. Setja upp sjálfvirka úrvinnslu á gögnum frá umferðargreinum þar sem flokkun skv. Eur13 er leiðrétt skv. gefnum skilgreiningum.
2. Að setja upp viðmiðunarmörk fyrir gæði hrágagna frá umferðargreinum svo bregðast megi við í tíma þegar virkni umferðargreina er ófullnægjandi.
3. Að samræma skilgreiningar í starfsemi Vegagerðarinnar um hvaða ökutæki teljast til þungaumferðar.

Markmið seinni áfanga verksins er að meta dreifingu þungaumferðar á þjóðvegum með hjálp umferðarlíkans. Markmiðið er að skila mati á skiptingu umferðar í þunga og létta umferð fyrir alla helstu vegi og vegkafla á landinu. Niðurstöður verða færðar í gagnatöflur sem unnt verður að tengja við aðra gagnagrunna Vegagerðarinnar auk þess að vera tiltækar í landfræðilegum upplýsingakerfum (GIS).

Þungaumferð a þjóðvegum - Áfangaskýrsla 2
Höfundur

Skúli Þórðarson, Vegsýn, Smári Ólafsson, VSÓ

Skrá

thungaumf_thjodv-afangask2.pdf

Sækja skrá