PDF · október 2018
T-vega­mót með hjárein. Reynsla og saman­burður á umferðarör­yggi

Tilgangur og markmið verkefnisins eru eftirfarandi:
► Rannsaka umferðarmagn, umferðarmerki og yfirborðsmerkingar á aðalvegi, auk
slysatíðni á vegamótum með hjáreinum hérlendis.
► Bera íslenskar hönnunarleiðbeiningar saman við skandínavískar leiðbeiningar.
► Bera saman umferðaröryggi T-vegamóta með hjárein annarsvegar og stefnugreindra
T-vegamóta hinsvegar og leitast við að svara hvort önnur tegundin sé öruggari en hin.
► Rannsaka hversu algengt það er að bifreiðum sé lagt í hjáreinum

T-vegamót með hjárein. Reynsla og samanburður á umferðaröryggi. VSÓ ráðgjöf – Október 2018. Hjárein er breiddaraukning á vegi sem er gerð til að umferð á aðalvegi komist hægra megin framhjá umferð sem er í bið eftir að komast í vinstri beygju af aðalveginum. Í þessu verkefni voru íslenskar hönnunarleiðbeiningar við hönnun T-vegamóta með hjárein bornar saman við danskar, sænskar og norskar leiðbeiningar. Þá voru skoðuð 27 vegamót með hjárein og umferð, hönnun, umferðarmerki, yfirborðsmerkingar og slysatíðni þeirra greind. Til samanburðar voru skoðuð 12 stefnugreind vegamót. Fram kemur að samanburður á hönnunarleiðbeiningum sýnir að það er mismunur á milli landa, bæði hvað varðar lengd hjáreinanna og breidd þeirra. Þá kemur fram að í sænska staðlinum sé þessi lausn fyrir vegi með hámarkshraða 80 km/klst eða lægri og yrði því ekki samþykkt á þjóðvegum hér, samkvæmt þeim stöðlum, nema hámarkshraði væri lækkaður.
Skoðað var hvort vegamótin 27 uppfylltu viðmið íslensku hönnunarleiðbeininganna. Reyndust 16 þeirra uppfylla bæði leiðbeinandi breidd og lengd. Þá voru umferðmerki á aðalvegi nokkuð mismunandi og sumstaða engin skilti. Fram kemur að ekki eru neinar yfirborðsmerkingar tilteknar í hönnunarleiðbeiningunum, en á öllum vegamótum sem skoðuð voru, var máluð hálfbrotin kantlína milli akreinanna. Bent er á að í handbók um yfirborðsmerkingar kemur fram að sú lína gefi til kynna að varhugavert sé að aka yfir hana og óheimilt nema með sérstakri varúð. Slysagreining stefnugreindra vegamóta og vegamóta með hjárein sýndi að í fyrra tilvikinu var óhappa og slysatíðni á bilinu 0,0-0,6 óhöpp eða slys á hverja milljón ökutækja sem ekið er um vegamótin og á bilinu 0,0-0,9 fyrir vegamót með hjárein. Hlutfall slysatíðni 0,3 eða meira er þó hærra á stefnugreindum vegamótum. Niðurstaða greiningarinnar bendir því til að almennt verði alvarlegri slys á stefnugreindum vegamótum. Í verkefninu var sérstaklega kannað, með vettvangsferðum, hvort bílum væri lagt í hjáreinar. Af 148 vettvangsferðum milli Selfoss og Reykjavíkur reyndist bílum vera lagt í 6 skipti á hjárein, en bent er á að hugsanlega sé það algengara þar sem umferð er minni en á þessum kafla.

T-vegamót með hjárein
Höfundur

Unnið af Svanhildi Jónsdóttur og Smára Ólafssyni hjá VSÓ Ráðgjöf

Skrá

t-vegamot-med-hjarein-2.pdf

Sækja skrá