PDF · Útgáfa 07154 — janúar 2008
Störf inn í umferðar­líkan höfuð­borgar­svæð­isins

Í framhaldi af rannsóknarverkefnum sem földu í sér þróun á nýju umferðarlíkani fyrir höfuðborgarsvæðið kom í ljós að tengsl fermetra atvinnuhúsnæðis við umferðarmyndun eru ekki eins sterk og æskilegt væri. Mjög líklegt er að hægt væri að bæta umferðarspár með því að skipta út formi skipulagstalna sem notaðar eru í líkanið og nota fjölda starfa á hverri starfstöð í stað fermetra atvinnuhúsnæðis en það er aðferð sem hefur gefist vel hjá nágrannaþjóðum okkar. Ekki er mjög flókið að afla þeirra upplýsinga sem myndu gera slík gögn aðgengileg og væru þau eftirsótt til annarra verkefna einnig. Samgönguráðuneytið, Vegagerðin, Hagstofa Íslands og Ríkisskattstjóri sýndu þessu verkefni skilning og áhuga en óljóst er hver ber ábyrgð á málaflokknum og þar af leiðandi hvaðan verkbeiðni og fjármagn á að koma.

Störf inn í umferðarlíkan höfuðborgarsvæðisins
Höfundur

LGK, IE, VSÓ

Skrá

storf-i-umferdarlikan.pdf

Sækja skrá