PDF · desember 2017
Stoppi­stöðvar á þjóð­vegum í dreif­býli – Saman­burður milli landa

Ljóst er að aðstaða fyrir vagna til að stöðva og hleypa farþegum inn og út á þjóðvegum landsins er víða bágborin einkum m.t.t. öryggis. Í þessu verkefni er farið yfir útfærslur stoppistöðva m.t.t. íslenskra hönnunarreglna og að hverju þarf að huga í því sambandi þegar gerðar verða leiðbeiningar um stoppistöðvar í dreifbýli. Þá eru teknar saman upplýsingar um hönnunarreglur fyrir slíka staði í Danmörku, Noregi og Svíþjóð.

Fram kemur að veghönnunarreglur frá löndunum þremur, sem skoðaðar voru, eru settar upp á afar ólíkan hátt og mismunandi atriði tekin fyrir, því er beinn samanburður erfiður. Staðlarnir virðast þó í stórum dráttum sýna ámóta leiðbeiningar og reglur, en öryggi farþega, ökumanna og hjólreiðamanna er haft í forgangi þegar kemur að hönnun stoppistöðva í dreifbýli. Sameiginlegt er fyrir staðlana að þegar hámarkshraði er 90 km/klst. skulu stoppistöðvarnar úrfærðar með vasa og helst með deili/eyju til að aðgreina veg og stoppistöð. Hins vegar er bent á að mikilvægt sé að skoða aðstæður hverju sinni, m.a. umferð á viðkomandi stað.

Vonast er til að þessi samantekt auðveldi upplegg og vinnu við skrif leiðbeiningarrits fyrir gerð stoppistöðva í dreifbýli á Íslandi. Bent er á að út frá öryggissjónarmiði er mikilvægt að hönnuðir og aðrir hlutaðeigindur geti stuðst við samræmdar leiðbeiningar í þessu sambandi auk þess sem það gæti haldið kostnaði í lágmarki.

STOPPISTÖÐVAR Á ÞJÓÐVEGUM Í DREIFBÝLI
Höfundur

Mannvit

Skrá

stoppistodvar-a-thjodvegum-i-dreifbyli-samanburdur-milli-nokkurra-landa.pdf

Sækja skrá