PDF · Útgáfa 2970-183 — mars 2015
Staða hjól­reiða á landsvísu – Aðferða­fræði og ávinn­ingur stefnu­mótunar

Aukin bílaumferð hefur margvísleg áhrif á íbúa landsins, þar má nefna aukna loftmengun, meiri hávaða, lífsstílls tengda sjúkdóma ásamt auknu álagi á vegakerfið. Allt þetta er gífurlega kostnaðarsamt fyrir ríki og sveitarfélög. Í þessari skýrslu er ætlunin að skoða hvernig stjórnvöld geta stuðlað að því að auka hlutdeild samgöngumáta sem hafa ekki í för með sér þessi neikvæðu áhrif sem áður voru nefnd. Verður það gert með því að skoða hvernig önnur lönd hafa innleitt hjólreiðastefnu á misjöfnum stigum
stjórnsýslunnar.

Helstu markmið rannsóknarverkefnisins eru:
- að rýna hjólreiðastefnu samanburðalanda,
- að rýna markmið samanburðarlanda varðandi hjólreiðar og skoða hvernig löndin ætla sér að ná markmiðum sínum,
- að rýna hvaða ávinning samanburðarlöndin ætla að verði af stefnu sinni,
- að rýna lög og reglugerðir samanburðarlanda/nágrannaþjóða er varða hjólreiðar,
- að skoða hvernig hjólreiðum er fundinn staður innan stjórnsýslunnar hjá öðrum löndum, bæði á ríkis – og sveitarstjórnarstigi,
- að rýna stöðu hjólreiða hér á landi í gegnum aðalskipulagsáætlanir og svæðisbundin verkefni.

Staða hjólreiða á landsvísu
Höfundur

Eva Dís Þórðardóttir, Efla

Ábyrgðarmaður

Þórir Ingason, Ásbjörn Ólafsson

Verkefnastjóri

Guðbjörg Lilja Erlendsdóttir

Skrá

stadahjolreida-a-landsvisu.pdf

Sækja skrá