PDF · desember 2014
Snjó­kort af Íslandi og skafrenn­ings­spár

Skýrsla þessi gerir grein fyrir framvindu ofangreinds verkefnis, sem Vegagerðin styrkti á árinu 2013. Verkefnið tengdist Norðurslóðaverkefninu SNAPS, sem Veðurstofan leiddi á árunum 2010-2014. Helstu verkþættir á árinu 2013 voru þessir, samkvæmt texta í umsókn til Vegagerðarinnar í febrúar 2013:
- Áframhaldandi þróun snjókorta af Íslandi út frá MODIS-gervitunglamyndum. Snjókortin eru nú birt daglega á vef SNAPSverkefnisins: www.snaps-project.eu
- Reikningar á útbreiðslu og vatnsgildi snjóþekju með Harmonie-veðurlíkaninu.
- Samanburður á niðurstöðum Harmonie-reikninga við snjómælingar.
- Þróun spákorta af skafrenningi í samvinnu Vegsýnar og Veðurstofunnar. Gögn úr Harmonie eru inntak í spákortin.

Framvindu á árinu 2013 og veturinn 2013-2014 er lýst í þessari skýrslu.

Snjókort af Íslandi og skafrenningsspár
Höfundur

Hróbjartur Þorsteinsson, Skúli Þórðarson , Bolli Pálmason, Sigurður Þorsteinsson, Harpa Grímsdóttir, Þorsteinn Þorsteinsson, Veðurstofu Íslands og Vegsýn ehf

Skrá

snjokort-af-islandi-og-skafrenningsspar-ii.pdf

Sækja skrá