PDF · Útgáfa NR_1800_776 — 4. nóvember 2022
Slysa­tíðni vetrar­þjón­ustu­flokka

Árið 2018 var ákveðið að auka vetrarþjónustu og hálkuvarnir á ákveðnum köflum hjá Vegagerðinni til að bæta umferðaröryggi. Kostnaður við að auka þjónustu var á þeim tíma metinn vera um 100 milljónir kr. Með tilliti til þessa er áhugavert að skoða hvort munur sé á slysatíðni vega sem eru í mismunandi vetrarþjónustuflokkum. Borin var saman slysatíðni vega í mismunandi vetrarþjónustuflokkum, fyrir vegi í mismunandi þjónustuflokkum fyrir sumardagsumferð og vetrardagsumferð. Sökum lítils gagnasafns var ekki unnt að skoða einungis hálkuslys. Niðurstöður benda til þess að ekki er unnt að sjá lægri slysatíðni á vegum með aukna vetrarþjónusta . Niðurstöðurnar ber að túlka varlega sökum þess að öll slys voru skoðuð og ekki bara slys vegna hálku/vetraraðstæðna.
Aðrir þættir geta haft áhrif á þessar niðurstöður, eins og birtuskilyrði o.fl.

slysatíðni vetrarþjónustuflokka
Höfundur

Ásmundur Jóhannsson, Berglind Hallgrímsdóttir, Ragnar Gauti Hauksson, Elín Ríta Sveinbjörnsdóttir

Ábyrgðarmaður

Efla

Skrá

nr_1800_776_slysatidni-vetrarthjonustuflokka.pdf

Sækja skrá