PDF · Útgáfa 08132002 — apríl 2010
Slysa­grein­ing – Mikla­braut Kringlu­mýrar­braut, ávinn­ingur af óhindr­uðum beygju­straum­um

Árið 2005 voru gerðar breytingar á ljósastýrðum gatnamótum Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar (KriMi). Fyrir breytingar voru eingöngu beygjuljós fyrir umferð til vinstri af Miklubraut, en í breytingunum fólst m.a. uppsetning á vinstribeygjuljósum fyrir umferð af Kringlumýrarbraut. Í þessu verkefni er óhappatíðni og alvarleiki umferðarslysa skoðaður fyrir og eftir uppsetningu beygjuljósanna á Kringlumýrarbraut. Mat á ávinningi er svo notað til að meta tvö önnur gatnamót þar sem hægt væri að gera slíkar breytingar á ljósastýringu.

Í verkefninu er óhappatíðni og alvarleiki slysa skoðaður fyrir og eftir framkvæmdina sem nefnd er að ofan. Hægt er að meta áhrif þess að koma á óhindruðum beygjustraumum á gatnamótunum út frá þessum upplýsingum.

Einnig eru möguleg áhrif sambærilegrar breytingar skoðuð á tveimur öðrum gatnamótum; Kringlumýrarbraut/Suðurlandsbraut/Laugavegur (LauKri) og Miklabraut/Grensásvegur (GreMi) ásamt því sem lagt er mat á fjárhagslegan ávinning þess að fara í slíkar framkvæmdir.

Slysagreining
Höfundur

Atli Björn E Levy, Verkís

Skrá

avinningur_ohindr_beygjustraumum.pdf

Sækja skrá