PDF · ágúst 2019
Slys á stofn­braut­um höfuð­borgar­svæð­isins – Grein­ing á slys­um í þétt­býli

Mannvit sótti, árið 2015, um styrk í rannsóknarsjóð Vegagerðarinnar með það meginmarkmið að meta hvort slysatíðni á Reykjanesbraut, milli Reykjanesbæjar og Hafnarfjarðar, hafi breyst í kjölfar breytinga á lýsingu brautarinnar árið 2011. Sú greining leiddi í ljós að slysatíðni hafði aukist á greiningartímabilinu, en gaf þó óljósa mynd af vægi birtu í þeirri greiningu.
Því var aftur sótt um árið 2017, um styrk til að kanna tengsl slysa á Reykjanesbraut við nokkrar breytur, s.s. fjölda ferðamanna, orsaka slysa, tímasetningu umferðar og tímasetningu fluga. Meðal helstu niðurstaða fyrri verkefna er að slysatíðni hefur aukist einna helst á stöðum utan þess svæðis þar sem slökkt var á öðrum hverjum ljósastaur. Því var upplagt að skoða slys á stofnbrautum á stærra svæði og því mögulegt að greina fleiri slys og fá marktækari niðurstöður. Einnig er hægt að horfa til lengra tímabils. Tilgangur þessa verkefnis er að svara spurningunum: „Hver er þróun fjölda slysa á höfuðborgarsvæðinu? Hvaða þættir hafa haft áhrif á fjölda slysa og hver er þróun slysa og þróun orsaka slysa?“ Bæði í verkefninu 2015 og 2017 var mikið um ómarktækar niðurstöður þar sem of lítið af gögnum voru við hendi, of fá slys. Með því að skoða stærra gagnasafn þá er hægt að fá marktækari niðurstöður.

Niðurstöður fyrri rannsóknar bendir til að orsök slysa passa nokkuð vel við erlenda reynslu, og þá sérstaklega dönsku tölfræðina. Ungt fólk og karlar eru líklegri til að lenda í slysum en aðrir. Það er mikilvægt að skoða þessa þætti með stærra gagnasafn hér á landi. Mannvit sótti því um styrk fyrir framhaldsverkefni, árið 2018, með það fyrir stafni að kanna tengsl slysa við nokkrar breytur, s.s. þróun slysa eftir árum, birtustigi o.s.frv. Með stærra svæði og fleiri slys ættu niðurstöður að vera marktækari.

Slys á stofnbrautum höfuðborgarsvæðisins - Greining á slysum í þéttbýli
Höfundur

Mannvit

Skrá

slys-a-stofnbrautum-hofudborgarsvaedisins-greining-a-slysum-i-thettbyli.pdf

Sækja skrá