PDF · janúar 2018
Slys á Reykja­nesbraut – Grein­ing á slys­um eftir tvöföld­un

Í fyrri áfanga verkefnisins var reynt að greina hvort slysatíðni á Reykjanesbraut, milli Reykjanesbæjar og Hafnarfjarðar, hafi breyst í kjölfar breytinga á lýsingu brautarinnar árið 2011.
Niðurstöður gáfu til kynna að slysatíðni hafi hækkað almennt á brautinni án þess að hægt væri að rekja það beint til breytinga á lýsingu. Því var ákveðið að reyna að kortleggja betur hvaða breytur
gætu hafa haft áhrif í þessu sambandi.

Ákveðið var að skoða meðal annars tímasetningu slysa, tímasetningu ferða um brautina, tengsl slysa við fjölda ferðamanna, tímasetningu fluga á Keflavíkurflugvöll og kanna tengsl slysa
við birtustig. Athugunartímabilið voru árin 2009 til 2016.

Í umræðu, kemur m.a. fram að erfitt er að fá fram maktækar niðurstöður vegna þeirrar þversagnar að ekki hafi orðið nægilega mörg slys á brautinni á athugunartímanum. Hins vegar
kemur fram að almennar niðurstöður athugananna eru í takti við erlenda reynslu, til dæmis kemur fram af gögnunum að ungt fólk og karlmenn eru líklegri til að lenda í slysum en aðrir.

Samband er á milli umferðar á Reykjanesbraut og tímasetningu fluga á Keflavíkurflugvelli. Hins vegar kemur fram að hlutfall slysa eftir tíma dags fylgir ekki hlutfalli umferðar, þó einhver
tengsl séu þar á milli. Til dæmis verða flest slys (9%) á vetrartíma á morgnana milli klukkan 7 og 8, en þá er hlutfall umferðar 6% af umferð dagsins. Aftur á móti verða um 7,5 % slysa á
háannatíma eftirmiðdagsins, milli klukkan 16 og 17 en þá er umferðin hlutfallslega meiri, eða um 9% af umferð dagsins. Athygli vekur að hlutfall slysa er hærra að næturlagi á sumrin en að
næturlagi á veturna.

Skýr munur er á hlutfalli umferðar og slysa eftir birtuskilyrðum. Á athugunartímabilinu er rúmlega 71% umferðar í birtu, en 48% slysa verða við þau skilyrði. Hins vegar virðist fjöldi
slysa með ferðamönnum ekki hafa haldist í hendur við fjölgun þeirra, en bent á að upplýsingar um hlutfall ferðamanna sem ökumanna á Reykjanesbraut séu ekki nákvæmar

Slys á Reykjanesbraut
Höfundur

Slys á Reykjanesbraut - Greining á slysum eftir tvöföldun

Skrá

slys-a-reykjanesbraut.pdf

Sækja skrá