PDF · ágúst 2018
Slys á gatna­mótum. Samband slysa­tíðni, alvar­leika slysa og umferðar­hraða

Tilgangur og markmið þessa verkefins var að rannsaka hvort hraði hafi áhrif á slystíðni og hlutfall slysa með meiðslum á gatnamótum í plani. Einni átti að bera saman slysatíðni og hlutfall
slysa með meiðslum á gatnamótum í plani annars vegar og mislægum gatnamótum hins vegar.

Farið var yfir slysatölfræði fyrir 6 gatnamót í plani, tímabilið 2012-2017. Einnig voru gögn um hraða bifreiða á þessum gatnamótum, tímabilið frá janúar 2017 t.o.m. febrúar 2018, skoðuð.
Gatnamótin sem voru valin til athugunar höfðu annað hvort hraðamyndavél og/eða skynjara tengda ljósastýrikerfi Reykjavíkurborgar (TASS) og þannig var hægt að fá upplýsingar um
umferðarhraða. Í skýrslunni eru settar fram upplýsingar um slysatíðni, hlutfall slysa með meiðslum, ársdagsumferð, meðalhraða og 85% hraða (sá hraði sem 85% af bílum eru undir) og
þetta allt borið saman.

Tekið er fram að vegna þess að gagnasafnið er lítið eru niðurstöður aðeins vísbendingar og skal taka þær með fyrirvara. En vísbendingar eru um að hraði sé ekki meginþáttur í slysum á
gatnamótum. Hlutfall slysa með meiðslum lækkar með hærri meðalhraða og er það talið benda til að aðrar breytur (sem ekki er tekið tillit til í greiningunni) hafi áhrif á slysatíðni með meiðslum.
Þessar athuganir voru einnig bornar saman við tölfræði mislægra gatnamóta úr skýrslu sem gefin var út árið 2016. Sambærilegur fyrirvari er settur um samanburðinn vegna smæðar gagnasafnsins
og hér að ofan. Auk þess er tímabilið (2008-2012) sem skoðað var fyrir mislægu gatnamótin ekki það sama og fyrir gatnamótin í plani (2012-2018). Með þessum fyrirvörum gaf samanburðurinn
vísbendingar um að mislæg gatnamót séu með lægri slysatíðni en gatnamót í plani, en hlutfall slysa með meiðslum er hins vegar hærra á mislægum gatnamótum.

Slys á gatnamótum, samband slysatíðni, alvarleika slysa og umferðarhraða
Höfundur

Verkefnið var unnið af Jakobi Jóhanni Sveinssyni, Kristjönu Ernu Pálsdóttur og Grétari Má Hreggviðssyni hjá VSÓ Ráðgjöf.

Skrá

slys-a-gatnamotum.-samband-slysatidni-alvarleika-slysa-og-umferdarhrada.pdf

Sækja skrá