PDF · maí 2008
Sjálf­virk grein­ing á akstur­svega­lengd­um og akst­ursleið­um vinnu­tækja

Vegagerðin hefur um tíma rannsakað notkun ferilvöktunar fyrir mælingu á vinnu tækja í vetrarþjónustu. Í ferilvöktun er notaður sjálfvirkur búnaður í bílum sem m.a. inniheldur GPS staðsetningarbúnað og fjarskiptabúnað. Búnaðurinn safnar gögnum um staðsetningu og stöðu (m.t.t. vinnu) farartækisins og miðlar þeim sjálfvirkt áfram til stjórnstöðvar. Í stjórnstöð eru innsend gögn (tími og vegalengd) notuð til að reikna vinnuframlag hvers farartækis. Komið hefur í ljós að GPS staðsetning og fjarskipti eru ekki óbrigðulir þættir og í sumum tilfellum verða eyður í gögnum sem geta valdið skekkjum í útreikningum á vinnuframlagi farartækjanna.

Markmið
Að meta nákvæmni reikninga á vegalengd úr ferilvöktuninni.
Að kanna hvort nota megi landupplýsingakerfi og aðferðir fyrir bestun leiða til að:
- Brúa eyður sem orðið hafa í gögnum vegna fjarskiptaleysis eða vöntun á GPS staðsetningu.
- Halda nákvæmni útreikninga ef upplausn í gögnum er minnkuð, þ.e. ef fjarlægð milli punkta er aukin.

Sjálfvirk greining á akstursvegalengdum og akstursleiðum vinnutækja
Höfundur

Kristinn Guðmundsson, Magni Þór Birgisson, Þórarna Ýr Oddsdóttir, Samsýn

Skrá

sjalfv_greining_akstursleida_vegal_vinnutaekja.pdf

Sækja skrá