PDF · Útgáfa 1250.592 — mars 2010
Sérak­reinar stræt­isvagna á Höfuð­borgar­svæð­inu

Verkefnið er í grófum dráttum tvískipt. Annars vegar er fjallað almennt um ástand samgangna í þétttbýli í dag og helstu lausnir á núverandi umferðarvandamálum. Farið er yfir lausnir sem tengjast sérakreinum strætisvagna, meðal annars staðstetningu reinanna í götuþversniði, mismunandi notkunarmöguleika sérakreina, útfærslur við gatnamót og staðsetningu biðstöðva. Litið er til fyrirmynda í öðrum löndum þar sem vel hefur tekist til með sérakreinar og þar sem aukning hefur orðið á notkun almenningssamgangna á kostnað einkabílsins.

Hins vegar er fjallað um höfuðborgarsvæðið. Þar er bæði farið yfir stöðu samgöngumála á svæðinu í dag og einnig eru settar fram tillögur að lausnum á þeim umferðarvandamálum sem við stöndum frammi fyrir.

Sérakreinar strætisvagna á Höfuðborgarsvæðinu
Höfundur

Þórarinn Hjaltason, Kristveig Sigurðardóttir

Skrá

serakrein_straetisvagna.pdf

Sækja skrá