PDF · Útgáfa 08152 — janúar 2009
Sand­fok á hring­veginn

Árið 2008 var safnað gögnum um svæði á Hringveginum, eða þjóðvegi nr. 1, þar sem sandfok getur haft áhrif á umferðaröryggi. Áhrif sandfoks á umferðaröryggi geta einkum falist í því að það getur takmarkað vegsýn vegfarenda, sandur getur safnast á vegi og þannig breytt akstursaðstæðum og síðast en ekki síst getur sandfok valdið skemmdum á ökutækjum.

Alls eru 21 svæði á Hringveginum þar sem sandur fýkur inn á veginn. Sandfok er einkum bundið við gróðurlítil svæði á öræfum landsins s.s. Möðrudals- og Mývatnsöræfum, svæði þar sem Hringvegurinn liggur með eða á sandsvæðum nærri ströndinni og við brýr yfir jökulár. Alls ná afmörkuð sandfokssvæði til tæplega 50 km af Hringveginum.

Til að stemma stigu við sandfoki er lagt til að hugað sé að þessum þætti við val á nýjum vegstæðum. Einnig getur veghönnun haft áhrif á m.a. sandsöfnun á vegi. Uppgræðsla er stunduð víða með vegum og er mótvægisaðgerð til að minnka sandfok. Upplýsingar og fræðsla til vefarenda um sandfok og hugsanlegt sandfok er einnig mikilvægur þáttur í að auka umferðaröryggið.

Sandfok á hringveginn
Höfundur

Björn H. Barkarson, Sigríður Dr. Jónsdóttir, VSÓ

Skrá

sandfok-a-hringveginn.pdf

Sækja skrá