PDF · Útgáfa NR_1800_760 — febrúar 2022
Samspil örflæð­is og almenn­ings­samgangna

Vinsældir örflæðis (e. micromobility) sem ferðamáta hafa aukist mikið undanfarin ár og deiliþjónustur hjóla og rafskúta hafa séð auknar vinsældir um land allt. (Deili)örflæði er oft hugsað til þess að auka notkun á vistvænum ferðamátum og minnka notkun einkabílsins og þar af leiðandi minnka losun gróðurhúsalofttegunda.

Örflæði er hugtak yfir lítil og létt farartæki (undir 500 kg) sem henta til styttri ferða. Hjól, rafhjól, hlaupahjól og rafskútur eru meðal annarsfarartæki sem flokkast undir örflæði. Farartæki örflæðis geta
farið allt að 25 km/klst. hraða og geta verið bæði knúin áfram af líkamlegu afli eða með rafmagni.

Nokkrar gerðir af deiliörflæðiskerfum eru til, bæði fyrir hjól og rafskútur. Deilihjólakerfi er oft hægt að skipta í tvær gerðir, annarsvegar þar sem eru stöðvar þar sem hjólin eru sótt og skilað á merktum stöðvum (e. dock-based) og hins vegar án stöðva (e. dockless) þar sem hjólin geta verið skilin eftir í hvaða hjólastæði sem er innan ákveðins svæðis. Um allan heim berst fram sú spurning hvort að þessar deiliþjónustur séu að taka notendur af almenningssamgöngum eða hvort þær geti unnið með almenningssamgöngum og aukið þannig notkun allra vistvænna ferðamáta. Með komu borgarlínunnar og nýs leiðanets er áhugavert að skoða hvaða áhrif örflæði og deiliþjónusta gæti haft á ferðamátaval og notkun almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu.

Rafhjól á Íslandi hafa notið aukinna vinsælda undanfarin ár og þykja þau henta vel á Íslandi þar sem landslagið er langt frá því að vera slétt. Á rafhjóli getur ferðin bæði orðið styttri vegna meiri hjólahraða og þægilegri vegna minni áreynslu. Með nákvæmara og betra mati á ferðahraða og áhrifa þess á leiðaval hjólandi verður betur hægt að skipuleggja stígakerfi höfuðborgarsvæðisins. Með þessu væri hægt að gera hjólreiðar meira aðlaðandi sem ferðamáta. En með því að gera hjólreiðar meira aðlaðandi eykst hlutdeild hjólreiða og fólk nýtir sér hjólreiðar í stað einkabílsins og þar af leiðandi dregst saman losun gróðurhúsalofttegunda á höfuðborgarsvæðinu.

Í þessu verkefni er gerð greining á mögulegum áhrifum örflæðis og aukning rafhjóla mun hafa á notkun almenningssamgangna og hjólreiða á höfuðborgarsvæðinu. Til þess að greina þessi áhrif munu tækifæri samspils örflæðis og almenningssamgangna vera skoðuð auk aukningar á hraða hjólandi með aukningu rafhjóla, og hvernig það hefur áhrif á ferðamátaval. Greiningin verður gerð m.a. með því að kanna nokkrar sviðsmyndir í samgöngulíkani fyrir höfuðborgarsvæðið og greint áhrifin á ferðamátaval. Rannsóknir sem hafa nú þegar verið gerðar á notkun örflæðis og almenningssamgangna og hraða rafhjóla verða skoðaðar og niðurstöður úr líkaninu bornar saman við fyrri rannsóknir. Niðurstöður greiningarinnar verður síðan vonandi hægt að nota til þess að bæta samgöngulíkanið fyrir höfuðborgarsvæðið fyrir alla samgöngumáta.

Samspil örflæðis og almenningssamgangna
Höfundur

Albert Skarphéðinsson, Guðrún Birta Hafsteinsdóttir, Mannvit

Skrá

nr_1800_760_samspil-orflaedis-og-almenningssamgangna.pdf

Sækja skrá