PDF · Útgáfa SSN 1670-8261 — febrúar 2015
Samband veðurs og snjóflóða á Ólafs­fjarðar­vegi

Veðurstofa Íslands var aðili að SNAPS verkefninu sem var styrkt af Norðurslóðaáætlun Evrópusambandsins (NPP) og unnið á árunum 2011 til 2014. Það var norrænt
samstarfsverkefni sem snerist um að bæta samgöngur og öryggi þeirra þar sem snjór og snjóflóð eru vandamál. Hluti af þessu verkefni var að greina tengsl snjóflóða og veðurs á veginum um Súðavíkur- og Kirkjubólshlíð og þróa snjóflóðaspá fyrir veginn (Magni Hreinn Jónsson o.fl., 2014). Veturinn 2013–2014 var snjóflóðaspáin gerð í tilraunaskyni og svo áfram veturinn 2014–2015. Samhliða þessu verkefni vaknaði áhugi á snjóflóðaspám fyrir fleiri vegi og snjóflóðaspá hefur verið gerð fyrir veginn um
Ólafsfjarðarmúla frá janúar 2014 og Siglufjarðarveg frá haustinu 2014. Einnig hefur óformlegri snjóflóðaspá verið gerð fyrir vegina um Ljósavatnsskarð og Dalsmynni.
Greining á tengslum veðurs og snjóflóða hefur verið eitt af þeim verkfærum sem beitt hefur verið við snjóflóðaspá fyrir Súðavíkur- og Kirkjubólshlíðar og hefur reynst góð
viðbót við aðrar aðferðir. Styrkur fékkst úr rannsóknarsjóði Vegagerðarinnar í mars 2014 til þess að gera sambærilega greiningu fyrir veginn um Ólafsfjarðarmúla og er
niðurstöðum þeirrar greiningar lýst í þessari skýrslu.

Samband veðurs og snjóflóða á Ólafsfjarðarvegi
Höfundur

Magni Hreinn Jónsson, Sveinn Brynjólfsson, VÍ

Skrá

samband-vedurs-og-snjofloda-a-oafsfjardarvegi.pdf

Sækja skrá