PDF · Útgáfa 2970-176 — desember 2013
Saman­burður hávaða­vísa – Hljóð­mælingar og grein­ing

Undanfarin ár hefur verið notast við jafngildishljóðstig, Leq, sem hávaðavísi á Íslandi fyrir hávaða frá umferð ökutækja. Árið 2005 kom út reglugerð (nr. 1000/2005) í samræmi við tilskipun Evrópuþingsins og -ráðsins 2002/49/EC þar sem kveðið er á um að útreikningar skulu gerðir með hávaðavísinum Lden. Í nágrannalöndum er Lden einnig nýttur við kortlagningu hávaða. Því er mikilvægt að þekkja breytileikann milli Lden og Leq fyrir mismunandi gerðir gatna til þess að hægt sé að áætla breytileika í niðurstöðum mismunandi hávaðavísa, einnig til þess að hægt sé að nýta niðurstöður hávaðakortlagningar skv. reglugerð nr. 1000/2005 sem best. Niðurstöður erlendra rannsókna hafa gefið misvísandi niðurstöður um sambandið milli nýju og gömlu hávaðavísanna.

Sumarið 2013 voru samfelldar hljóðstigsmælingar á umferðarhávaða og umferðargreiningar framkvæmdar víðsvegar um höfuðborgarsvæðið. Mælingar/athuganir fóru fram í rúma viku á hverjum mælistað í júní - október. Mælistaðir í verkefninu voru valdir með það í huga að þeir endurspegli sem best breytileika í gerð gatna og umferðarmagni yfir sólarhringinn. Samtímis hljóðstigsmælingum var umferðarmagn og umferðarhraði mældur með umferðarteljara og hlutfall þungra ökutækja ákvarðað út frá niðurstöðum teljara. Auk þess var veðurfarsupplýsingum safnað og þær notaðar samhliða greiningu á mæliniðurstöðum hljóðstigs.

Út frá mæliniðurstöðum voru reiknaðir þrír mismunandi hávaðavísar: Leq, Lden og Lnight. Samanburður var gerður á útreiknuðum gildum og þau borin saman fyrir sérhvern mælistað sem og milli mælistaða m.t.t. umferðardreifingar, umferðarhraða og hlutfalls þungra ökutækja.

Samanburður hávaðavísa
Höfundur

Ólafur Daníelsson, Kristrún Gunnarsdóttir, Efla

Skrá

samanburdur-havadavisa.pdf

Sækja skrá