PDF · júlí 2002
Saman­burður á virkni vegmerk­inga

Í þessu prófunarverkefni sem stóð yfir frá sumrinu ´00 til sumarsins ´02 og framkvæmt var á nokkrum vegum norðan Hvalfjarðar var borinn saman sýnileiki mismunandi vegmerkinga, aðallega vatnsmálningar, hefðbundins sprautumassa og nýrrar kynslóðar þunnsprautumassa (STS).

Helstu niðurstöður verkefnisins eru:

• Ekki er að sjá að sprautumassi í þykktum undir 1 mm hafi neinn kost fram yfir málningu, en nokkra ókosti. Ný kynslóð þunnsprautumassa frá Nor-Skilt virðist ekki líkleg til að hafa góða endingu í 0,5mm þykkt við íslenskar aðstæður, hann virðist þurfa að vera þykkari. Þetta er í samræmi við niðurstöður af kantlínum í NNoregi.
• Ekki er sjá að sprautumassi hafi neina kosti fram yfir málningu í kantlínum á klæddum vegum, en í kantlínum á meira keyrðum og malbikuðum vegum má á öðrum vetri greina að sprautumassinn heldur endurskininu betur en málning.
• Kostir sprautumassa á miðlínu fram yfir málningu eru sýnileiki í birtu og 40-80mcd/m2/lux endurskin yfir mesta skammdegið og fram á vorið. Það er háð umferðarálagi hvað málningin hverfur fljótt eftir 1. nóvember en sprautumassinn endist einhverjum mánuðum lengur.
• Munur á endurskini premix perla í þeim tveimur tegundum sprautumassa sem notaðar hafa verið hér á landi á umliðnum árum er í samræmi við þumalputtareglu um að hver auka 10% í glerinnihaldi auki endurskin massa um 22-29 mcd/m2/lux.
• Sílanhúðaðar perlur eins og þær hafa verið framleiddar passa ekki hér á landi.
• Frávik frá réttum gæðum voru mun algengari í vinnu með sprautumassa en málningu og sama saga var í norsku prófununum. Þetta samræmist þeirri viðteknu skoðun að við sprautumössun geti miklu fleira farið úrskeiðis og hún krefjist mun meiri þjálfunar starfsmanna og viðhalds búnaðar.
• Lengi býr að fyrstu gerð. Fylgni er nokkuð góð milli hlutfallslegs endurskins nýlegrar lína og endurskins þeirra þar til þær slitna í gegn.

Samanburður á virkni vegmerkinga
Höfundur

Iðntæknistofnun

Skrá

1-01-2001.pdf

Sækja skrá