PDF · júní 2016
Saman­burður á vind­hvið­um mæld­um í 1 sek og 3 sek.

Þeir vindmælar sem Vegagerðin rekur geta mælt vindhraða og vindátt með hárri tíðni. Hún er 4 Hz þ.e. upplausnin getur verið allt að 0,25 sekúndur. Mælarnir eru Young
Skrúfumælar og eru þeir forritaðir af Vegagerðinni fyrir 1 sek. gildi sem skilgreind vindhviða. 10 mínútna meðalvindur er þar af leiðandi meðaltal 600 slíkra gilda.
Staðall WMO (Alþjóða Veðurfræðistofnunarinnar), Guide to Meteorological Instruments, Methods and Observation kveður á um það að vindhviða sé augnabliksvindur sem varir í 3 sekúndur. Vindmælar Veðurstofunnar sem flestir eru af sömu gerð og mælar Vegagerðarinnar eru stilltir á 3 sek vindhviðu. Þarna gætir augljóslega nokkurs misræmis. Notendur þjónustunnar hafa hins vegar vanist gildum hviðunnar í framsetningu Vegagerðarinnar. Hér er skoðað hverju munar á 1 sek hviðu og 3 sek hviðu í sömu mælingu. Í því skyni voru settir upp aukamælar á þremur nýlegum veðurstöðum og öllum gögnum safnað með upplausninni 1 Hz (1 sek.) í stað þeirrar aðferðar í daglegum rekstri að velja úr hæsta vindgildi á hverjum 10 mínútum og henda öðrum gögnum til að spara gagnamagn í sendingu og geymslu.

Á grundvelli þessarar athugunar er rétt að Vegagerðin skoði hvort ástæða sé til að breyta birtingu gilda vindhviðunnar til samræmis við staðal WMO. Áður en slík
ákvörðun er tekin þarf einnig að horfa til þátta eins og reynslu og tilfinninga vegfarenda fyrir hættulegum vindgildum á þekktum hviðustöðum, þar sem Vegagerðin hefur í yfir 20 ár birt vindhviðu með samræmdum hætti. Allar breytingar á reikningi vinds þarf að kynna vel fyrir notendum þjónustunnar.

Samanburður á vindhviðum mældum í 1 sek og 3 sek.
Höfundur

Einar Sveinbjörnsson, Sveinn Gauti Einarsson, Veðurvaktin ehf

Verkefnastjóri

Nicolai Jónasson

Skrá

samanburdur-a-vindhvidum-maeldum-i-1-sek-og-3-sek.pdf

Sækja skrá