PDF · 10. júlí 2014
Salt­mælingar og aðgerð­astýr­ing vetrar­þjón­ustu

Verkefnið Saltmælingar og aðgerðastýring vetrarþjónustu hefur gengið út á að bæta vöktunar- og ákvarðanaferli í hálkuvörnum á Reykjanessvæði. Umbæturnar hafa falist í því að innleiða nýjungar í mælitækni og búnaði ásamt því að samræma verklag í vaktstöð. Innleiddar voru nýjar aðferðir við mælingar, úrvinnslu og samtengingu á þeim áhrifaþáttum sem koma við sögu í hálkuvörnum vega. Samhliða þróun við grunngögn vöktunar hafa farið fram prófanir á ýmsum búnaði með það að markmiði að auka hagkvæmni moksturs og hálkuvarna og er stuttlega gerð grein fyrir þessum prófunum hér. Aðgengi vaktstöðvar að grunnupplýsingum til vöktunar og ákvörðunartöku á SV-svæði er mjög góð, en jafnframt er búnaður til moksturs og hálkuvarna á svæðinu með fullkomnasta móti. Með öguðu og samræmdu verklagi í vaktstöð verður unnt að bæta áreiðanleika og hagkvæmni vetrarþjónustu á svæðinu verulega.

Saltmælingar og aðgerðastýring vetrarþjónustu
Höfundur

Skúli Þórðarson, Vegsýn/Vegagerðin

Skrá

saltmaelingar_og_adgerdastyring_vetrarthjonustu.pdf

Sækja skrá