PDF · mars 2016
Reykja­nesbraut – slysa­tíðni fyrir og eftir minnk­un lýsingar

Mannvit sótti, árið 2015, um styrk í rannsóknarsjóð Vegagerðarinnar með það meginmarkmið að meta hvort slysatíðni á Reykjanesbraut, milli Reykjanesbæjar og Hafnarfjarðar, hafi breyst í kjölfar breytinga á lýsingu brautarinnar árið 2011.

Töluvert hefur verið rætt um lýsingu á Reykjanesbraut undanfarin ár. Sérstaklega eftir að ákveðið var, árið 2011, að slökkva á lýsingu annars hvers ljósastaurs í sparnaðarskyni. Ekki hefur verið skoðað sérstaklega hvort slysatíðni hafi breyst í kjölfarið en rætt hefur verið um að lýsing geri akstur í myrkri öruggari. Almennt eru þó mjög skiptar skoðanir hvað það varðar.

Verkefnið snýst um að afla upplýsinga og tölfræði varðandi slysatölur á því svæði Reykjanesbrautar þar sem lýsing var minnkuð. Einnig verður lagt mat á þróun umferðarhraða fyrir og eftir breytingar á lýsingu vegarins. Þá verður gerð samantekt á erlendum rannsóknum hvað varðar breytingar á lýsingu þjóðvega. Að endingu verður greint með viðurkenndu tölfræðilegu prófi hvort breytingar á lýsingu Reykjanesbrautar hafi haft marktæk áhrif á umferðaröryggi vegfarenda. Einnig verða kannaðir vegkaflar utan þess svæðis sem minnkun lýsingar nær til, til samanburðar við þá kafla þar sem lýsingu var breytt.

Reykjanesbraut, áfangaskýrsla - slysatíðni fyrir og eftir minnkun lýsingar 2011
Höfundur

unnið af Bjarna Rúnari Ingvarssyni og Herði Bjarnasyni hjá Mannviti

Skrá

reykjanesbraut-slysatidni-fyrir-og-eftir-minnkun-lysingar-jan-2017.pdf

Sækja skrá