PDF · apríl 2016
Reglu­bund­ið mat á stöðu og þróun bílaum­ferðar og almenn­ings­samgangna

Vegagerðin og Reykjavíkurborg standa fyrir reglubundnum talningum á umferðarmagni. Hjá Strætó bs. er árlega framkvæmd nákvæm talning á farþegum (inn-/útstig á hverri biðstöð) í nokkra daga í október. Til að meta stöðu og þróun vélknúinnar umferðar út frá fyrirliggjandi gögnum er því hægt að tengja saman þessi gögn frá Vegagerðinni, Reykjavíkurborg og Strætó bs.

Í þessu rannsóknarverkefni var unnið úr gögnum frá 2011 til 2014 fyrir tvö talningasnið.

-Snið 3 liggur meðfram Kringlumýrarbraut, frá Sæbraut til Suðurhlíðar og mælir því austur-vestur umferð um miðja borgina. Talningar benda til að bílaumferð í sniði 3 hafi aukist um 1,4% frá 2011 til 2014 og að farþegum í strætó hafi fjölgað um 15,7% á sama tímabili í sama sniði.
-Snið 18 liggur um Fossvog og þaðan norður meðfram Elliðaám og út að sjó. Sniðið mælir umferð milli eldri hluta Reykjavíkur og Seltjarnarness og byggðar sunnan Fossvogsdals og austan Elliðaáa.
Talningar benda til að bílaumferð í sniði 18 hafi aukist um 2,2% frá 2011 til 2014 og að farþegum í strætó hafi fjölgað um 16,8% á sama tímabili í sama sniði.

Þau gögn sem safnað er í dag bjóða í raun bara upp á að reglubundin greining á þróun vélknúinnar umferðar fari fram einu sinni á ári og þá fyrir afmarkaðan hluta höfuðborgarsvæðisins. Það er því ljóst að til þess að hægt sé að meta stöðu og þróun bílaumferðar og almenningssamgangna með nákvæmari hætti en nú er gert verður að auka gagnasöfnun talsvert; telja þarf umferð víðar og oftar og síðast en ekki síst er nauðsynlegt að telja farþega í strætó oftar. Æskilegt væri að bæði umferðar- og farþegatalningar væru gerðar á sama tíma og helst með sjálfvirkum búnaði til að forðast skekkjur. Gerð er tillaga að nýjum sniðum og talningastöðum. Með handtalningum 2-4 sinnum á ári í þessum sniðum og/eða sjálfvirkum búnaði væri hægtað fá skýra mynd af þróun almenningssamgangna og bílaumferðar á höfuðborgarsvæðinu.

Reglubundið mat á stöðu og þróun bílaumferðar og almenningssamgangna
Höfundur

Árni Freyr Stefánsson, Mannvit

Verkefnastjóri

Þorsteinn R. Hermannsson

Skrá

reglubundid-mat-a-stodu-og-throun-umferdar.pdf

Sækja skrá