Markmið verkefnisins er að geta á sjálfvirkan hátt safnað gögnum um aksturvegalengd fyrir álagningu þungaskatts, þungaálag og niðurbrotsáhrif umferðar sem er einn af þáttum sem hafa áhrif og eru lagðir til grundvallar við áætlanagerð í nýbyggingar-, viðhalds- og þjónustuverkefnum svo og við stýringu á þungatakmörkunum á þíðutímabilum.
Kveikjan að verkefninu voru niðurstöður úr fyrra verkefni þar sem athugaður var ábyggileiki akstursmælinga GPS-ferilbúnaðar fyrir álagningu akstursgjalds. Í því verkefni reyndist óraunhæft að byggja gjaldheimtu eingöngu á reiknaðri vegalengd út frá GPS-staðsetningarmerki vegna auðtruflanleika merkisins. Auk þess voru uppi efasemdir um að ásættanlegt geti talist að ferilvakta farartæki í stórum stíl fyrir álagningu notendagjalda með eftirvinnslu. Þar sem meginviðfangsefnið tengdist sjálfvirkri álagningu á akstri þungra ökutækja (þungaskatti) kviknaði sú hugmynd að sameina akstursmælingar og þungaálagsreikninga.
Björn Ólafsson, Einar Pálsson