PDF · október 2016
Rann­sókna­grein­ing á vind­mæling­um Vega­gerðar­innar

Með vefmyndavélavæðingu síðustu ára hefur áhersla Vegagerðarinnar við vindmælingar tekið breytingum. Í stað þess að setja vindnema í topp vindmasturs er honum í
hagræðingaskyni komið fyrir á slá út frá mastri myndavélar á sama stað. Við það truflast vindmælingarnar í einhverjum mæli og er það háð vindáttinni á hverjum
stað.

Þetta er þekkt vandamál erlendis í vindmælingum, en þá eru gerðar einfaldar leiðréttingatöflur. Með því að setja annan vindnema andspænis (180°) þeim sem fyrir er má með samanburði afla upplýsinga um straumfræðileg árhif vindmastursins á mælingarnar. Tilgangur skoðunar á áhrifum masturs á vindmælingar er að afla þekkingar til að bæta gæði mælinganna með mæliaðferð sem er bæði hagkvæm og hentug. Tímabundnar samanburðarmælingar hafa víða skírskotun og flokkast til grunnrannsókna á vindmælingatækni þar sem kerfisbundnar skekkjur eru metnar og hvernig megi koma í veg fyrir þær í upphafi með réttri uppsetningu vindmæla.

Rannsóknagreining á vindmælingum Vegagerðarinnar
Höfundur

Einar Sveinbjörnsson, Sveinn Gauti Einarsson, Veðurvaktin ehf

Verkefnastjóri

Nicolai Jónasson

Skrá

rannsoknagreining-a-vindmaelingum-vegagerdarinnar.pdf

Sækja skrá