PDF · Útgáfa NR_1800_932 — nóvember 2022
Ræsipunkta­kerfi neyðar­bíla – Úttekt á ræsipunkta­kerfi neyðar­bíla höfuð­borgar­svæð­isins

Tekin var saman tölfræði um tvö gatnamót, Snorrabraut - Eiríksgötu og Snorrabraut – Gömlu Hringbraut, um hversu oft kerfið fer í gang og um neyðarbíla sem fara þar í gegn. Á tímabilinu 1. apríl – 14. júní 2022 hafði kerfið verið ræst 270-285 sinnum á hvorum gatnamótum, það er 3,5-3,8 sinnum á dag að meðaltali. Mest var kerfið ræst 10 sinnum á einum degi. Kerfið var að meðaltali í gangi í 62-63 sekúndur þegar það var ræst – fór sjaldan nálægt hámarkstíma sem skilgreindur er (3 mín). Heilt yfir má því segja að kerfið sé mikið notað, bílar ræsi sig inn og út úr kerfinu innan skilgreindra tímamarka og hafi því ekki teljandi neikvæð áhrif á almenna umferð. Annar hluti þessarar rannsóknar var að setja ræsipunktana, sem eru hnit á fremur hráu formi með lýsingar sem krefjast sérþekkingar, yfir á notendavænna myndrænt form. Vonast er til að framsetning sem sett var fram fyrir gatnamótin tvö við Snorrabraut geti nýst SHS til dæmis við gerð vefsjár fyrir utanumhald kerfisins í heild. Jafnframt er lagt til að gerð verði sérstök úttekt á viðbragðstímum og hún sett í samhengi við upptöku ræsipunktakerfisins, en síðasta slíka úttekt notast við gögn frá 2016, sama ár og kerfið var tekið upp.

Ræsipunktakerfi neyðarbíla
Höfundur

Davíð Guðbergsson, Herdís Birna Hjaltalín, VSÓ ráðgjöf

Ábyrgðarmaður

Slökkvilið Höfuðborgarsvæðisins, Reykjavíkurborg, Vegagerðin

Skrá

nr_1800_932_raesipunktakerfi-neydarbila-uttekt-a-raesipunktakerfi-neydarbila-hofudborgarsvaedisins.pdf

Sækja skrá