Nýjar hönnunaraðferðir fyrir vegsnið sem byggja á aflfræðilegri greiningu hafa verið að ryðja sér til rúms víða um heim á undanförnum árum. Forsenda fyrir slíkri greiningu er öxulróf fyrir mælda umferð.
Í skýrslunni er birt öxulróf (axle load spectra) fyrir íslenska þungaumferð byggt á leiðréttum umferðarmælingum þyngdargreinis (WIM) við Esjumela yfir heilt ár. Skoðað er hvernig öxulróf breytist innan hvers þungaflokks og hvernig það breytist innan árstíma.
Upplýsingarnar má nota við nálgun öxulrófs annars staðar á landinu.
Jóhannes Loftsson, Sigurður Erlingsson, Verkís