PDF · febrúar 2015
Örygg­isút­tekt hjóla­stíga

Öryggisúttekt hjólastíga er aðferð til að gera kerfisbundið og reglubundið mat á aðgengi, þægindum og öryggi á stígum, stígamótum og umhverfi stíga. Á þetta ekki aðeins við nýja stíga heldur einnig núverandi.

Markmiðið með öryggisúttekt hjólastíga er:
- Að benda á galla sem gefa tilefni til lagfæringa á núverandi hjólastígum.
- Að bæta rekstur og viðhald.
- Að stuðla að betri þekkingu meðal hagsmunaaðila í sveitarfélögunum hvað varðar hjólandi umferð og tiltekin vandamál og kröfur hjólreiðamanna.
- Að stuðla að uppbyggilegri umræðu milli tæknimanna sveitarfélaga og annarra og milli sveitarfélaga og notanda.
- Að gefa betri grunn til að stjórna forgangi aðgerða.
- Að gera sameiginlegan grunn og leggja tæknilegan grundvöll fyrir skipulagningu á uppbyggingu og viðhaldi hjólastígakerfisins.

Niðurstöður öryggisúttektar er hægt að nota þá þegar til að lagfæra t.d. litlar athugasemdir eða mjög alvarlegar, meðfram hefðbundnum rekstri/viðhaldi eða til að forgangsraða aðgerðum fram í tímann.

Öryggisúttekt hjólastíga
Höfundur

Hörður Bjarnason, Mannvit

Skrá

oryggisuttekt-hjolaleida.pdf

Sækja skrá